Vito Rocco

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Vito Rocco

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKÆTTAÐI leikstjórinn Vito Rocco vann nýlega stuttmyndakeppni vefsíðunnar MySpace þar sem verðlaunin voru ein milljón punda og rennur féð í fyrstu mynd leikstjórans í fullri lengd. Móðir Rocco, Kristín Finnbogadóttir flutti til Englands á sjötta áratugnum til þess að verða leikkona. Rocco ætlaði sjálfur að verða leikari eins og foreldrar hans en komst að þeirri niðurstöðu að hann yrði aldrei nógu góður leikari og ákvað að færa sig bak við myndavélina. Hann byrjaði að gera stuttmyndir með félögum sínum en um það leyti sem þeir voru orðnir blankir fengu þeir boð um að gera tónlistarmyndband fyrir Finnann Jimmy Tenor. Eftir það fékk hann tækifæri til þess að gera fleiri stuttmyndir auk þess sem hann leikstýrði þætti í sjónvarpsþáttaröðinni Úlfaþytur í úthverfi (Suburban Shooter) sem sýndir hafa verið á RÚV og Rocco lýsir sem "bresku útgáfunni af Desperate Housewives." MYNDATEXTI Góður félagsskapur Leikstjórinn Vito Rocco í félagsskap höggmynda í Hnitbjörgum, garði Einars Jónssonar, myndhöggvara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar