Hjólað við Gróttu

Friðrik Tryggvason

Hjólað við Gróttu

Kaupa Í körfu

REYKVÍKINGAR hafa notið mikillar veðurblíðu síðustu vikur, svo mikillar að mörgum hefur þótt nóg um og beðið veðurguðina um svolitla vætu. Þeim varð að ósk sinni í gær þegar hellirigndi í höfuðborginni. Þessi kona lét rigninguna ekki á sig fá og hjólaði ótrauð út í Gróttu, en þar í kring eru góðir hjólastígar, fallegt umhverfi og fuglalíf. Gróttu er lokað snemmsumars á hverju ári til þess að varpfuglar fái frið til að liggja á eggjum og koma upp ungum, en þar fyrir utan þarf fólk að gæta sín á sjávarföllum til þess að lokast ekki úti í eynni. Í dag er óhætt að vera þar frá því uppúr tvö til sex og njóta fegurðarinnar og kyrrðarinnar, sama hvernig viðrar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar