Hesthúsahverfi

Brynjar Gauti

Hesthúsahverfi

Kaupa Í körfu

MIKIL landmótun hefur átt sér stað í Básaskarði við Kjóavelli í Kópavogi en á svæðinu verður mikið og stórt hesthúsahverfi í framtíðinni. Jarðvegsfylling hefur staðið yfir á Kjóavöllum í mörg ár. Þar eru fyrir nokkur hesthús og til stendur að bæta um betur og reisa mikla hesthúsabyggð með tilheyrandi reiðvegum og æfinga- og keppnisvöllum. "Þarna verður stærsta reiðhöll landsins," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og bætir við að byggingarframkvæmdir hefjist á næsta ári. Í næsta nágrenni er risið glæsilegt knattspyrnuhús og næsta skref í þeirri uppbyggingu er bygging Knattspyrnuakademíu Íslands með tveimur handboltavöllum í fullri stærð, líkamsræktarstöð og sundlaug. Gert er ráð fyrir að næsta áfanga ljúki að ári. MYNDATEXTI Atgangur Mikil uppfylling hefur átt sér stað á Kjóavöllum að undanförnu með tilheyrandi akstri og ryki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar