Rúnar Helgi Vignisson

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Rúnar Helgi Vignisson

Kaupa Í körfu

Starf þýðandans í heimi fagurbókmennta hefur löngum fallið í skuggann af höfundinum. Á undanförnum árum hefur þýðandinn aftur á móti smám saman hlotið uppreisn æru í almennri bókmenntaumræðu og því hefur eflaust mörgum þótt það löngu tímabært þegar Íslensku þýðingaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á síðasta ári. Á sunnudaginn voru verðlaunin afhent í annað skipti og var það rithöfundurinn og þýðandinn Rúnar Helgi Vignisson sem hlaut þau að þessu sinni fyrir þýðinguna á skáldsögunni Barndómur eftir J.M Coetzee. MYNDATEXTI Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur, þýðandi og útgefandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar