Gísli Baldur afhjúpar Versló

Gísli Baldur afhjúpar Versló

Kaupa Í körfu

Strætóstoppistöðinni við Verzlunarskóla Íslands var í gær gefið nafnið Verzló, en á næstu tveimur vikum fá 138 biðskýli í viðbót sérstök nöfn. Meðal þeirra verða Fíladelfía, Stjórnarráðið og Kringlan. Gísli Marteinn Baldursson sá um nafngiftina. Þegar nýtt leiðakerfi tekur gildi 19. ágúst verða upplýsingar í leiðabók um ferðir strætisvagna um hverja stoppistöð, en ekki einungis helstu viðkomustaði líkt og nú. Framsetning upplýsinga í skýlunum sjálfum verður einnig með öðrum hætti og verður nú gefið upp hvenær vagnarnir stoppa við hvert skýli fyrir sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar