Hitaskúr

Brynjar Gauti

Hitaskúr

Kaupa Í körfu

MÆLINGAR Veðurstofu sýna að regnskúrin sem féll um níuleytið á mánudagskvöld skilaði fimm millimetra úrkomu á um 20 mínútum í úrkomumæli við Korpu. Gera má ráð fyrir að úrkoman hafi verið svipuð að magni annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, en hún varð þess valdandi að vatn fossaði upp úr niðurföllum á nokkrum stöðum í gær, bæði við Barónsstíg í Reykjavík og við tvær íbúðagötur á Seltjarnarnesi, Fornuströnd og Selbraut. Þurfti að kalla til slökkvilið til að dæla vatni út úr húsum MYNDATEXTI Stíflað niðurfall? Smáfólkinu finnst skemmtilegt að sulla í regnvatninu en það getur þó valdið eignatjóni þegar það safnast fyrir í of miklu magni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar