Frá Fosslæk

Sigurður Sigmundsson

Frá Fosslæk

Kaupa Í körfu

Nú er unnið að því að endurbyggja fjallaskálann í Fosslæk á Hrunamannaafrétti sem stendur við samnefndan læk. Staðurinn er í víðivöxnu landi vestur af Kerlingarfjöllum. Fyrri skáli var illa farinn enda byggður fyrir réttum 50 árum og jafnan nefndur kofinn í Fosslæk. Venja var að fjallmenn tjölduðu á þessum fagra stað en gist var í kofanum í seinni leitum. Fyrir fjórum árum var stofnaður í Hrunamannahreppi félagsskapur sem nefnist ÁSÆL. Hann hefur það markmið að endurbyggja gamla fjallmannakofa á afréttinum. Búið er að byggja upp gamlan grjótkofa í Leppistungum og torfkofa í Svínárnesi. Allt er unnið í sjálfboðavinnu en auk þess leggja félagsmenn og fyrirtæki fram vélar og tæki til verkefnisins. Þá hefur félagið fengið nokkurn styrk úr pokasjóði. Sveitarfélagið, BYKO og Húsasmiðjan hafa aðstoðað félagið myndarlega við uppbygginguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar