Eldeyjaraðallinn tekur flugið

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldeyjaraðallinn tekur flugið

Kaupa Í körfu

STÆRSTA súlubyggð við Ísland, og ein sú stærsta í heimi, er í Eldey. Þar var líflegt um að litast í gær þegar Ragnar Axelsson myndaði "drottningu Atlantshafsins", eins og súlan er gjarnan nefnd. Steingráir ungar eru orðnir fleygir og margar súlur enn á hreiðrum. Talið er að um 15 þúsund súluhreiður séu í Eldey en alls verpa um 25 þúsund súlur hér við land. Dr. Arnþór Garðarsson prófessor sagði að litlu hefði munað að súlunni yrði útrýmt líkt og geirfuglinum fyrir miðja 19. öld. Síðustu geirfuglarnir voru einmitt veiddir í Eldey 4. júní 1844. Nú er súlu að fjölga hér við land líkt og víðast hvar við norðaustanvert Atlantshafið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar