Íslansdmót í höggleik Hvaleyrarvelli

Eyþór Árnason

Íslansdmót í höggleik Hvaleyrarvelli

Kaupa Í körfu

BJÖRGVIN Sigurbergsson, þrefaldur Íslandsmeistari úr Keili, sigraði síðast á Íslandsmótinu árið 2000 þegar hann varði titilinn frá árinu 1999. Björgvin lék vel í gær eða á 68 höggum, þremur undir pari, en hann hefur ekki lagt mikla áherslu á æfingar undanfarin misseri. "Ég er með glampa í augunum, eins og vallarstjórinn Ólafur Þór Ágústsson sagði, en það er rétt að ég hef meira gaman af því að spila golf en áður. Í vetur hef ég verið með krökkunum mínum um helgar í æfingaaðstöðu Keilis og ég fann gömlu "púttstrokuna" aftur. Golfið snýst að mestu um að ná árangri á flötunum og ég slæ fín högg frá teig og að flöt. Björgvin leikur með feðgunum Sigurði Péturssyni og Pétri Sigurðssyni fyrstu tvo keppnisdagana og hefur gaman af því. "Við Sigurður verðum fulltrúar Íslands í keppni 35 ára og eldri á móti í sumar. Við erum að fara í gegnum leikskipulagið á því móti og mér sýnist að ég muni slá upphafshöggin á öllum löngu brautunum enda slæ ég miklu lengra en sá "gamli"," sagði Björgvin í léttum tón.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar