DR Sigmundur Guðbjarnason

Friðrik Tryggvason

DR Sigmundur Guðbjarnason

Kaupa Í körfu

ENGINN vafi leikur á því að grænmeti er hollt. Það er hins vegar flóknara viðfangsefni hversu hollt grænmeti er og hvers vegna. Dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor emeritus er meðal stofnenda Saga Medica, félags sem framleiðir heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum, þar á meðal ætihvönn (Angelica archangelica). Sigmundur hefur lengi rannsakað virkni hollustuefna í grænmeti og birt rannsóknir sínar í erlendum vísindatímaritum. Nýlega birtust hins vegar niðurstöður rannsóknar kóreskra lækna við Hallyum-háskóla og Samsung Medical Centre í Suður-Kóreu á jákvæðum og fyrirbyggjandi áhrifum jurtaveigar úr hvönn frá Kóreu (Angelica gigas) gegn Alzheimers-sjúkdómi. Hvönn þessi er mikið notuð til lækninga í Asíu MYNDATEXTI Virkar Sigmundur segir lækningajurtir eins og ætihvönn styrkja forvarnir gegn ýmsum sjúkdómum, t.d. Alzheimers- og hjarta- og æðasjúkdómum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar