Samgönguráðuneytið - Vestmannaeyjagöng

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Samgönguráðuneytið - Vestmannaeyjagöng

Kaupa Í körfu

Ríkisstjórn ákvað í gær að hverfa frá hugmyndinni sökum hás kostnaðar og óvissu um jarðfræðilegar aðstæður *Innan skamms mun nýr og minni Herjólfur sigla milli Bakkafjöru og Heimaeyjar KRISTJÁN L. Möller samgönguráðherra tilkynnti á fréttamannafundi í gær að horfið hefði verið frá hugmynd um gerð jarðganga milli Vestmannaeyja og lands. Áður hafði skýrsla Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. um mat á kostnaði við gerð jarðganganna verið kynnt í ríkisstjórn. Að lokinni umfjöllun var niðurstaðan sú að öll áform um fyrirhuguð jarðgöng skyldu lögð á hilluna. MYNDATEXTI Engin jarðgöng Kristján L. Möller samgönguráðherra tilkynnti í gær að ríkisstjórn hefði hafnað tillögum um gerð jarðganga til Vestmannaeyja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar