Skiptinemar

Friðrik Tryggvason

Skiptinemar

Kaupa Í körfu

Ég hef verið ótrúlega heppin," segir Alexandra Haeringová Karpenkova oft og mörgum sinnum þegar hún lýsir dvöl sinni á Íslandi. Alexandra er tékknesk og bjó í Prag. Hún er nú við skiptinám í Háskóla Íslands og vinnur þar að meistaraverkefninu sínu í mannfræði. Verkefnið er rannsókn á Íslendingasögum. "Ég fékk fyrst áhuga á Íslandi út af Íslendingasögunum," útskýrir hún. "BA-verkefnið mitt tengdist þeim líka. Eftir að ég kláraði það fór ég að þrá að koma hingað." "Ég hef verið hér í fimm mánuði, en trúi því varla enn að ég sé komin," segir hún, skellihlær og bætir við: "Ég hef líka verið svo heppin hérna! Einhvern veginn gengur bara allt upp."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar