Kristján L. Möller

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Kristján L. Möller

Kaupa Í körfu

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í fyrradag tillögu Kristjáns L. Möller samgönguráðherra þess efnis að framkvæmdum við Akureyrarflugvöll skuli flýtt um eitt ár og verði þeim lokið haustið 2008. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdirnar fælust í því að flugbrautin yrði lengd um 500 metra og öll brautin malbikuð að nýju. Þá verði útbúin öryggissvæði við enda flugbrautarinnar og ný aðflugstæki af bestu gerð keypt. MYNDATEXTI: Kristján L. Möller - "Við megum ekki leggja árar í bát heldur leita nýrra tækifæra. Þau felast í bættum samgöngum og nýrri tækni um allt land."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar