Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

KAMMERTÓNLEIKAR á Kirkjubæjarklaustri eru í vændum. Þeir verða haldnir dagana 11., 12. og 13. ágúst. Á þessari þriggja daga löngu hátíð verður boðið upp á margvíslega klassíska tónleika. Tónleikarnir hafa skipað fastan sess í íslensku tónlistarlífi í fjölda ára, og það hefur verið vinsælt hjá tónlistarunnendum að gista í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og njóta náttúrufegurðar og tónlistar. En nú bregður svo við að frumkvöðull hátíðarinnar og listrænn stjórnandi hennar síðastliðinn fimmtán ár, Edda Erlendsdóttir, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Í ár mun því nýr listrænn stjórnandi annast hátíðina og fyrir valinu varð mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. MYNDATEXTI: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er nýr listrænn stjórnandi Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. Hún hefur einnig kynnt spænska menningu erlendis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar