Lögreglan og fíkniefnahundar

Lögreglan og fíkniefnahundar

Kaupa Í körfu

FÍKNIEFNAEFTIRLIT um verslunarmannahelgina og í aðdraganda hennar hefur aldrei verið eins umfangsmikið og nú í ár. Lögreglan stendur fyrir sérstöku átaki í þessum efnum í samstarfi við tollgæsluna. 250 fíkniefnaleitir hafa verið gerðar síðan 23. júlí en þar er um að ræða leit í bílum, á fólki og í húsum þar sem lögreglan hefur grun um að fíkniefni sé að finna. Fylgst verður vandlega með póst- og farangurssendingum til vinsælustu viðkomustaða helgarinnar. MYNDATEXTI: Fundvís -Týri átti ekki í neinum vandræðum með að finna fíkniefnasýni sem falin voru í tjaldi í Laugardalnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar