Franskir dagar.

Albert Kemp

Franskir dagar.

Kaupa Í körfu

Franskir dagar sem haldnir voru á Fáskrúðsfirði um helgina tókust í alla staði vel. Margir aðkomumenn voru á staðnum yfir helgina, enda eru dagarnir notaðir af brottfluttum til að vitja gamalla heimkynna og heimsækja ættingja. Á laugardag var útihátíð í miðbænum þar sem margt var gert til skemmtunar. Þá var hlaupið minningarhlaup um Berg Hallgrímsson og var góð þátttaka í því, bæði yngri sem eldri hlauparar sprettu úr spori. Farið var að franska grafreitnum þar sem lagður var blómsveigur við krossinn af fulltrúum Fjarðabyggðar og Grafilines, auk sendiherra Frakklands á Íslandi. MYNDATEXTI: Hreyfing - Hópurinn sem hljóp frá franska spítalum í Hafnarnesi að gamla grunnstæðinu hans inni á Fáskrúðsfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar