Ólafur Björn Ólafsson

Ólafur Björn Ólafsson

Kaupa Í körfu

"STEYPA er nafn á heimildarmynd sem fjallar um íslenska samtímamyndlist. Þar er fylgst með sjö listamönnum, og þeirra störf skoðuð. Myndin tekur púlsinn á þeirri senu," segir Ólafur Björn Ólafsson tónlistarmaður sem hefur gefið út plötu með tónlistinni úr Steypu. Leikstjórar myndarinnar eru þau Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir, en ekki er komið á hreint hvar og hvenær hún verður frumsýnd. "Ég horfði á myndina og ég fékk mikið af hugmyndum við að sjá það sem listamennirnir voru að gera," segir Ólafur. "Þau voru með mjög ólík listaverk en þar sem kvikmyndin er mjög sjónrænn miðill hafði hún mjög bein áhrif á mig þannig að ég fékk samstundis hugmyndir að því sem ég vildi gera. MYNDATEXTI: Rafrænn - "Ég vil nú ekki gera mér neinar grillur og fara að líkja mér við Aphex Twin, en þetta er samt kannski í hans stíl," segir Ólafur Björn Ólafsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar