Sigrún Sandra opnar Gallerí Ágúst

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sigrún Sandra opnar Gallerí Ágúst

Kaupa Í körfu

Gallerí Ágúst, nýtt faglegt myndlistagallerí í miðbæ Reykjavíkur, verður opnað 11. ágúst næstkomandi. Það er Sigrún Sandra Ólafsdóttir sem stendur að rekstri gallerísins sem mun leggja áherslu á samtímamyndlist. "Sýningarnar eiga að vera metnaðarfullar og fókusinn verður á það sem er nýtt og ferskt. Aldur listamannsins skiptir ekki máli en það sem skiptir mig máli er að það sem hann er að gera sé nýtt og maður finni ástríðuna fyrir sköpuninni. Ég mun ekki halda mig við ákveðinn stíl enda finnst mér hættulegt að ramma mig of þröngt inn til að byrja með," segir Sigrún sem sér pláss fyrir fleiri fagleg gallerí á Íslandi. MYNDATEXTI: Í rýminu - Sigrún Sandra Ólafsdóttir galleríseigandi fékk arkitekt til að hanna innviði Gallerís Ágústs og segist vera einkar stolt af lýsingunni sem bjóði upp á marga möguleika. Galleríið er á horni Baldursgötu og Nönnugötu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar