Íslandsmeistaramót í höggleik

Friðrik Tryggvason

Íslandsmeistaramót í höggleik

Kaupa Í körfu

ÞEIR sem ráða yfir veðri og vindum virtust fullkomlega sáttir við niðurstöðu Íslandsmótsins í höggleik karla. Um leið og Björgvin Sigurbergsson úr Keili hafði sett síðasta púttið í holu á síðustu flöt Hvaleyrarvallarins tók sólin að skína á ný en gengið hafði á með gríðarlegum skúrum allan daginn. Björgvin tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í fjórða sinn, lék hringina fjóra á 285 höggum, einu höggi yfir pari, en Örn Ævar Hjartarson úr GS varð annar, höggi þar á eftir og Hlynur Geir Hjartarson, GK, endaði í þriðja sæti fjórum höggum þar á eftir. MYNDATEXTI: Brons- Hlynur Geir Hjartarson úr Keili varð í þriðja sæti eftir að Ólafur Már Sigurðsson hafði verið dæmdur frá keppni eftir að leik lauk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar