Rey Cup

Sigurður Elvar Þórólfsson

Rey Cup

Kaupa Í körfu

STELPURNAR frá Skaganum voru hressar og kátar þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum í 4. fl. gegn Val með minnsta mun, 1:0. Það var margt skemmtilegt gert í herbúðum ÍA, tveir leikmenn áttu afmæli á meðan mótið fór fram, og voru þeir klæddir í gulan ruslapoka þar sem á stóð "ég á afmæli í dag" og voru þær einnig með höfuðskraut sem vakti athygli. ÍA var með tvö lið í 4. fl. kvenna, í 11 manna bolta og einnig í 7 manna bolta. Stelpurnar fóru á milli valla til þess að fylgjast með sínum liðum ef þær voru ekki að keppa sjálfar. 4. fl. karla frá Akranesi var einnig með á mótinu og mættu þeir á leiki hjá stelpunum og þær studdu einnig við bakið á strákunum. MYNDATEXTI. Gular og glaðar - Skagastelpurnar voru hressar og kátar þrátt fyrir naumt tap í úrslitaleik gegn Val. *** Local Caption *** Skagastelpur á Rey Cu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar