Franskir dagar

Albert Kemp

Franskir dagar

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Franskir dagar voru settir með formlegum hætti á Fáskrúðsfirði á föstudagskvöld en þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin. Á fimmtudag var þó farin svokölluð kennderísganga um bæinn og nokkrar sýningar opnaðar. Við formlega opnun á föstudag var kveiktur varðeldur og sunginn brekkusöngur. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, ávarpaði einnig gesti svo og fulltrúa frá vinabænum Gravelines í Frakklandi sem viðstaddir voru og bauð þá velkomna á hátíðina. Þökkuðu þeir fyrir sig og sungu lög á frönsku. Mikill fjöldi var saman kominn við varðeldinn og söng fram eftir kvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar