Flúðir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Flúðir

Kaupa Í körfu

GRÆNMETISBÆNDUR á Flúðum eru afar bjartsýnir á uppskeruna í ár. Fagna þeir rigningunni sem látið hefur á sér kræla að undanförnu, enda hafa miklir þurrkar framan af sumri kallað á skipulega vökvun á túnum. "Við þurftum að haga okkur eins og evrópskir bændur og vökva tún okkar," segir Friðrik Rúnar Friðriksson á Jörfa. Guðjón Birgisson á Melum telur sumarið í ár vera með betri sumrum með tilliti til uppskeru, á 27 ára ferli sínum sem garðyrkjubóndi. Mikil samkeppni er meðal bændanna um að verða fyrstir á markað með afurðir sínar, enda virðist mikil eftirspurn eftir nýju íslensku grænmeti haldast í hendur við gott grillveður. | Miðopna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar