Skátar strengja heit sitt

Skátar strengja heit sitt

Kaupa Í körfu

"ÉG lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að gera skyldu mína við guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin," sögðu ungir skátar sem aldnir árla gærmorguns við miðstöð hreyfingarinnar í Reykjavík. Þar voru saman komnir um 130 skátar sem treystu heit sín í tilefni af 100 ára afmæli hreyfingarinnar, en fæðing hennar er rakin til þess er stofnandinn, Robert Baden-Powell, blés í svokallað Kudu-horn klukkan átta að morgni hins 1. ágúst 1907 til þess að vekja flokksmenn sína. MYNDATEXTI: Traustir Áhugasamir gátu fylgst með sólrisuhátíð á Brownsea-eyju í sjónvarpinu fyrir athöfnina, en þar fer fram einn angi af heimsmóti skáta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar