Krónan Granda

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Krónan Granda

Kaupa Í körfu

BJÖRGVIN G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Kaupáss, opnuðu formlega í gær nýja Krónuverslun á Fiskislóð 15-21 úti á Granda í Reykjavík. Þetta er fjórða verslun Krónunnar með nýju sniði og sú næsta verður í Lindahverfi í Kópavogi, en hugmyndin er að allar Krónuverslanir verði með þessu sniði í framtíðinni. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að viðbrögð viðskiptavina hafi strax verið framar vonum og viðtökurnar góðar. Verslunin sé enda í nýju og sérhönnuðu húsnæði sem sé hannað með þarfir viðskiptavinarins í huga. Aðgengi sé mjög gott, jafnt úti sem inni, og vöruúrval með fjölbreyttara móti. MYNDATEXTI: Klippt á borðann - Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Kaupáss, og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra opnuðu formlega í gær nýja Krónuverslun á Fiskislóð 15-21 úti á Granda í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar