Hönnunarsafnið

Hönnunarsafnið

Kaupa Í körfu

Hönnunarsafn Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 1998 með sérstökum samningi á milli menntamálaráðuneytis, Þjóðminjasafns og Garðabæjar. Safnið hefur verið með vinnuaðstöðu hjá Þjóðminjasafninu og sýningarsal á Garðatorgi í Garðabæ. Safnið er miðstöð safnastarfsemi á sviði hönnunar og hlutverk þess verður að bera ábyrgð á söfnun, varðveislu, rannsóknum og miðlun á þeim þætti menningarsögu Íslendinga sem lýtur að hönnun, eins og segir á vefsíðu þess. Nú stendur þar yfir sumarsýning á íslenskri og erlendri hönnun í eigu safnsins, þó svo að hana sé hvergi að finna á heimasíðu þess, mudesa.org. Blaðamaður ákvað að gá hvað væri á seyði í safninu. MYNDATEXTI: Safnstjórinn - Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, innan um gripi á sumarsýningu safnsins sem nú stendur yfir. Hann segir mikið starf að fá hluti í safnið og skrásetja hönnunarsögu Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar