Borgarskjalasafn gömul póstkort og jólakort

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Borgarskjalasafn gömul póstkort og jólakort

Kaupa Í körfu

Einhverjir alveg sérstakir töfrar fylgja því að lesa og handfjatla gömul sendibréf, kort, heillaskeyti og aðra persónulega pappíra fólks frá fyrri tíð. Það er eins og að hverfa aftur í tímann og fá að lykta af lífi sem einu sinni var. Hversdagslífi ólíku því sem við þekkjum í dag. Og orðfærið eitt segir svo mikið um fólkið og samtíma þess. Dyr opnast inn í annan heim. Þessari upplifun er kannski ekki hægt að koma í orð og hún er vísast jafnmargbreytileg og einstaklingarnir. Einmitt þess vegna er full ástæða til að gera sér ferð í Borgarskjalasafn Reykjavíkur í Tryggvagötu þar sem leynast ýmsir dýrgripir. Þar má upplifa á eigin skinni þá sérstöku tilfinningu sem fylgir því að gægjast inn í líf og heim annarra. MYNDATEXTI: Glansmynd - Þessa mynd hefur Sigríður nokkur frá Ísafirði geymt sem gull enda er myndin árituð að aftan af vinkonunni sem gaf henni hana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar