Flúðir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Flúðir

Kaupa Í körfu

Það þýðir ekkert að vera í þessum bransa nema hafa sterkar taugar. Allt er komið undir tíðarfarinu og þó eitthvað líti vel út í dag þá getur það verið horfið á mánuði viðri illa," segir Friðrik Rúnar Friðriksson ræktarstjóri á Jörfa. Þar á bæ er auk inniræktunar, þ.e. tómata og papriku, ræktað haustkál á borð við hvítkál, kínakál, blómkál og spergilkál útivið. Að sögn Friðriks er mikill munur á sprettu og uppskeru í ár samanborið við í fyrra. "Kínakálið misfórst algjörlega í fyrra vegna vorfrosta. Þannig skárum við í júlí í fyrra upp 500 kíló af kínakáli, samanborið við 12 tonn í ár," segir Friðrik. MYNDATEXTI: Reykjaflöt - Guðrún Margrét Gísladóttir og Anna Kristín Lárusdóttir flokka paprikur í fyrsta og annan flokk og síðan eftir litum. Alls voru skorin um 600 kíló af paprikum nú í vikunni, en mest fer skurðurinn upp í 1.200 kíló á viku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar