Stjórn VVH

Karl Sigurgeirsson.

Stjórn VVH

Kaupa Í körfu

Hvammstangi | Hinn 1. júlí sl. sameinaðist Verslunarmannafélag Vestur-Húnvetninga, VVH, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR. Félagssjóðir VVH gengu þá yfir til VR, en fyrir sameininguna varð samkomulag milli þessara félaga um að ráðstafa mætti úr félagasjóðum VVH fjármunum til góðra mála í heimabyggð. Stjórn VVH, sem skipuð er Róbertu Gunnþórsdóttur, Sigurlaugu Jóhannesdóttur og Sigríði Ásu Guðmundsdóttur, ákvað að styrkja eftirtalin félög: Verslunarminjasafn V-Hún., Björgunarsveitina Húna, Krabbameinsfélag V-Hún, Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga, íbúðir aldraðra í Nestúni og Hvammstangakirkju. MYNDATEXTI: Félagsmál - Stjórn VVH, sem skipuð er Róbertu Gunnþórsdóttur, Sigurlaugu Jóhannesdóttur og Sigríði Ásu Guðmundsdóttur, ásamt Gunnari Páli, formanni VR.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar