Uppþornuð Bakkatjörn

Uppþornuð Bakkatjörn

Kaupa Í körfu

ÞURRKARNIR að undanförnu hafa víða haft áhrif og m.a. er Bakkatjörn á Seltjarnarnesi ekki nema svipur hjá sjón. Ævar Petersen fuglafræðingur segir að of mikill þurrkur geti komið fuglum illa, einkum þeim sem afli sér fæðu með því að stinga niður í jarðveginn, því þá nái þeir engu þar sem jarðvegsdýrin dýpki á sér. Það hafi sýnt sig í Flatey á Breiðafirði að mikill þurrkur hafi áhrif á varp hrossagauka. Haldi fólk og hundar sig frá hólmanum ættu þessir þurrkar ekki að hafa áhrif á fuglalífið á Bakkatjörn, því varp sé væntanlega búið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar