Vistvænir bílar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Vistvænir bílar

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er eitt af hinum tíu grænu skrefum sem við reynum núna að stíga eins þétt og við getum," sagði Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, þegar borgarstjórn kynnti í gær nýjungar í bílastæðamálum Reykjavíkur sem miða að því að umbuna ökumönnum sem menga minna. Aðgerðirnar felast í því að ökumenn bifreiða sem falla undir skilgreiningu Reykjavíkurborgar á svokölluðum visthæfum bílum fá að leggja frítt í gjaldstæði í allt að 90 mínútur í senn. Tekinn hefur verið saman listi yfir um það bil 20 gerðir af bílum sem standast kröfur um útstreymi koltvísýrings og eldsneytisnotkun. MYNDATEXTI: Grænir - Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson voru til fyrirmyndar þegar þeir komu samferða á visthæfum bíl til blaðamannafundar. Gísli stillti svo skífuna góðu sem gefur þeim fríar 90 mínútur í stæðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar