Icelandair kynnir nýja flugáætlun

Eyþór Árnason

Icelandair kynnir nýja flugáætlun

Kaupa Í körfu

"VIÐ fögnum sjötíu ára afmæli Icelandair á næsta ári og ætlum að halda upp á það með því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á langstærstu flugáætlun í sögu félagsins," sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, á blaðamannafundi í gær, þar sem hann kynnti flugáætlun Icelandair fyrir næsta ár. Félagið mun auka framboð sitt um 17% á næsta ári, en aðeins ein vél mun bætast við þær tólf vélar sem hafa haldið uppi flugáætlun félagsins nú í ár. Þá verða ýmsar nýjungar í leiðakerfi innleiddar í vor. Helsta nýbreytnin verður morgunflug til Bandaríkjanna og flug frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi klukkan átta að morgni til Íslands. MYNDATEXTI: Fjölga ferðamönnum - Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, sagði að áhersla yrði lögð á að fjölga enn frekar ferðamönnum til landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar