Pétur G.

Halldór Sveinbjörnsson

Pétur G.

Kaupa Í körfu

PÉTUR G. myndlistarmaður á Ísafirði sýnir um þessar mundir sex akrýlmálverk í sýningarsal Hekluumboðsins á Ísafirði. Myndirnar eru liður í þróun forma sem sótt eru í lífið og tilveruna allt aftur til ársins 1989. Formin eru látin á flötinn í mörgum lögum þannig að innsta lagið er oft lítt eða ekki sýnilegt en skiptir þó jafn miklu máli og þau sem fremst eru sett og sýnilegust eru. Þannig má líta á myndirnar sem eins konar uppgröft misgamalla hluta og þeir yngstu næst okkur. Formin eru sett þannig á myndflötinn að sem fjörlegust heild myndist, því allt sem ekki er lifandi er að öllum líkindum dautt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar