Púttað í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Púttað í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Um þessa helgi er fjöldi fólks á ferðalagi, því margir tengja verslunarmannahelgina við ferðalög innanlands. Þó að veðurspáin lofi ekki góðu veðri er vonandi að veðrið verði betra en spáð er. Hér heyrir maður mest talað um að fjölskyldur fari á Höfn í Hornafirði og taki þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ . Landmótin höfða til unga fólksins og foreldrar eru ánægðir með að geta fylgt börnum sínum þangað og verið í góðra vinahópi við leik og keppni, einmitt um þessa helgi. MYNDATEXTI: Púttað - Eldri borgarar hafa eignast sinn púttvöll og eru farnir að æfa golfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar