Skólagarðarnir

Skólagarðarnir

Kaupa Í körfu

Skólagarðarnir í Garðabæ eru í miklum blóma og greinilega mörg börn sem hugsa vel um skikana sína. Þegar við komum við tóku á móti okkur þrjár feimnar stelpur með bros á vör. Systurnar Björg Hulda Hinriksdóttir, 10 ára, og Birgitta Hrönn Hinriksdóttir, 7 ára, eru saman með garð en Elva Björk Pálsdóttir, 9 ára, ræktar sinn eigin garð. Stelpurnar hafa allar mjög gaman af grænmetisræktinni og hlökkuðu augljóslega til að sýna okkur uppskeru sumarsins. MYNDATEXTI: Skrítið bragð - Stelpunum fannst bæði sterkt og skrítið bragð af radísunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar