Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

"VIÐ fengum ellefu laxa á stangirnar þrjár í Bíldsfellinu, það er allt fullt af laxi þarna fyrir austan," sagði Jón Þ. Einarsson sem var við veiðar fyrir landi Bíldfells í Soginu á sunnudag. "Við misstum marga fleiri. Hann var að sýna sig um allt. Við Neðstagarð stukku í eitt skipti þrír laxar, allir í einu. Það hef ég aldrei fyrr séð í Soginu, á þeim 30 árum sem ég hef stundað ána. Og ég hef aldrei veitt þar svona vel um mitt sumar áður - hef verið sáttur við að fara heim með eitt flak," sagði Jón og hló. MYNDATEXTI: Löndun - Sigurður Árni Sigurðsson landar urriða við Stórulaugapoll í Reykjadalsá og býr sig undir að sleppa honum aftur. Góð veiði hefur verið í ánni í sumar, yfir 1.000 silungar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar