Húni II

Hafþór Hreiðarsson

Húni II

Kaupa Í körfu

Hanna Rósa Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Minjasafninu á Akureyri, mun sjá um leiðsögnina, en siglingin er í boði Akureyrarstofu, Minjasafnsins á Akureyri og Hollvina Húna II. Á meðal þeirra spurninga sem leitast verður við að svara eru: Hvar standa Gránufélagshúsin og hvað fór fram þar? Hvenær er fyrstu mannaferða getið á Oddeyrinni? Hvernig lítur Akureyri út frá sjó? Hvar er elsta hús Akureyrar? Húni II var smíðaður á Akureyri árið 1963 og er 130 tonna eikarbátur. Alls voru smíðaðir meira en 100 slíkir eikarbátar á árunum 1940 til 1970 en Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari stærð sem til er á Íslandi. MYNDATEXTI: Kvöldsigling - Í kvöld verður boðið til siglingar með leiðsögn um borð í Húna II.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar