HM íslenska hestsins í Hollandi

Eyþór Árnason

HM íslenska hestsins í Hollandi

Kaupa Í körfu

Margir eru saman komnir á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Í gær fóru fram hæfileikadómar á kynbótahrossum og leiðir íslenska landsliðið í öllum flokkum nema einum. Kynbótahrossin áttu allan gærdaginn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi. Sérstaka athygli vakti tían sem Kormákur frá Lipperthof fékk fyrir tölt í flokki 5 vetra stóðhesta. Þórður Þorgeirsson sýndi Kormák fyrir Þýskaland en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann nær að sýna hest upp á tíu á tölti. MYNDATEXTI: Flugvakur - Dalvar frá Auðsholtshjáleigu og Erlingur Erlingsson tóku vel á því á skeiði og fengu níu fyrir. Dalvar er nú efstur 6 vetra stóðhesta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar