Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sir Robert Wales

Friðrik Tryggvason

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sir Robert Wales

Kaupa Í körfu

Þegar ég vaknaði í morgun og leit út um gluggann sá ég heilt fjall fyrir utan. Það var alveg frábært," segir Sir Robert Wales, borgarstjóri Newham í London, sem er afar lukkulegur með heimsókn sína til Reykjavíkur þessa dagana. Hann er hér í boði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra í þeim tilgangi að kynna sér staðahætti í Reykjavík og koma á frekari tengslum milli borganna tveggja. Newham er heimaborg enska úrvalsdeildarliðsins West Ham, sem er í eigu íslenskra fjárfesta með Eggert Magnússon í broddi fylkingar. MYNDATEXTI: Maríulaxinn - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sýndi Wales réttu handtökin við laxveiðina í gærmorgun. Sá síðarnefndi var byrjandi en landaði þó sínum fyrsta laxi í Hundasteinum í Elliðaám og vó hann 7 pund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar