Harmonikkumót

Sigurður Sigmundsson-

Harmonikkumót

Kaupa Í körfu

Árnes | Félagar í félagi harmonikkuunnenda í Reykjavík héldu veglega 30 ára afmælishátíð í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nú um verslunarmannahelgina. Talið er að um 500 manns hafi verið á staðnum en hátíðin fór vel fram að sögn Friðjóns Hallgrímssonar, formanns félagsins. Meðal dagskráratriða var leikur hins kunna sænska harmonikkuleikara Lars Ek en með honum léku Gunnar Pálsson á bassa og Þorsteinn Þorsteinsson á gítar. Húsfyllir var á tónleikunum hjá þessum frábæra harmonikkuleikara. Lars kom fyrst hingað til Íslands 1985 og á hann marga vini hér á Íslandi. Hann hefur komið alls sex sinnum til landsins og glatt marga með snilli sinni. MYNDATEXTI: Tónlist - Lars Ek heillaði áheyrendur með snilldarlegum harmonikkutónum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar