Ingibjörg Jónsdóttir Saumakona

Friðrik Tryggvason

Ingibjörg Jónsdóttir Saumakona

Kaupa Í körfu

Hún saumar klæðin fín á Spaugstofumenn og töfrar fram sérhannaða vettlinga fyrir hestafólk. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti völundinn Ingibjörgu Jónsdóttur á saumastofu Sjónvarpsins. "Saumaverkefnin sem ég fæ til mín hér í sjónvarpinu eru skemmtilega margvísleg. Ég sauma til dæmis klæði á Spaugstofukarlana og ég tek þátt í að búa til brúður fyrir Áramótaskaupið. Stundin okkar þarf líka að láta gera ýmislegt fyrir sig hér á saumastofunni og það er oft tengt ævintýraheimum. MYNDATEXTI: Mamma með brúðurnar sínar - Stjórnmálamenn, Nenni níski og Siggi sæti eru meðal þeirra brúða sem Ingibjörg hefur átt þátt í að gera.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar