Arún ÍS-103

Þorgeir Baldursson

Arún ÍS-103

Kaupa Í körfu

BÁTURINN Arún ÍS-103 sökk við flotbryggjuna á Suðureyri í gærmorgun. Leki kom að bátnum og reynt var að dæla upp úr honum án árangurs og því fór sem fór. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði átti óhappið sér stað við góðar aðstæður. Brugðið var á það ráð að bíða eftir flóðinu sem var klukkan fimm. Báturinn var þá dreginn nokkra metra upp í fjöru og látinn halla þar. Hann var festur og síðan var látið fjara undan honum. Þá var byrjað að dæla sjó úr honum og komst hann þá á flot. Strax var hafist handa við leita orsaka lekans og benti allt til þess að botnloki hefði gefið sig. Eftir að komið var í veg fyrir þann leka var unnið að því að koma bátnum á þurrt og var enn verið að því seint í gærkvöldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar