Hallur Guðjónsson eldar

Hallur Guðjónsson eldar

Kaupa Í körfu

Pastaréttir eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, þó áhrifa frá Danmerkurdvöl gæti líka í eldamennskunni. Anna Sigríður Einarsdóttir gægðist í pottana hjá Halli Guðjónssyni, sem hefur gaman af að galdra fram góða rétti. Það má eiginlega segja að mataráhuginn hafi fylgt mér allt frá æsku," segir Hallur Guðjónsson sálfræðingur sem galdraði fram fljótlega veislurétti fyrir lesendur Daglegs lífs. "Foreldrar mínir eru bæði ágætis kokkar og ég held að ég hafi erft áhugann frá þeim. Ég eldaði að minnsta kosti stundum heima sem unglingur og svo að sjálfsögðu í matreiðslutímum í skólanum." MYNDATEXTI: Kokkurinn - Hallur Guðjónsson hefur gaman af góðum mat og sér að mestu leyti um eldamennskuna á sínu heimili.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar