Kári Jónasson fréttastjóri útvarps

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Kári Jónasson fréttastjóri útvarps

Kaupa Í körfu

"AF gleðipillum RÚV" er yfirskrift greinar sem Sigursteinn Másson skrifar í Morgunblaðið sl. föstudag. Þar gerir hann að umtalsefni frétt í Útvarpinu mánudaginn 22. okt., þar sem fjallað er um lyfjakostnað Tryggingastofnunar ríkisins. Þar segir Sigursteinn orðrétt: "Fréttastofa útvarpsins er hér gengin í lið með DV sem á dæmalausan hátt hefur gert lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi. Þunglyndislyfin, geðdeyfðarlyfin eru orðnar gleðipillur." Greinarhöfundur leggur síðan út af þessu á nær hálfri síðu og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir Fréttastofunni hafi vakað "fyrirlitning, ónærgætni og hroki". Það er nauðsynlegt að fram komi að í fréttinni var vitnað í aðfaraorð forstjóra TR, Karls Steinars Guðnasonar, þar sem segir: "Tauga- og geðlyf eru stærsti einstaki lyfjaflokkurinn sem Tryggingastofnun niðurgreiðir eða 27,3% af öllum greiddum lyfjum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar