Saltfisksþurrkhús flutt
Kaupa Í körfu
GAMLA Saltfiskþurrkunarhúsið við Kirkjusand hefur verið fjarlægt af grunni sínum, þar sem það hefur staðið frá árinu 1921. Lóðin sem húsið stóð á er í eigu Glitnis banka en þar er fyrirhugað að rísi hús á vegum bankans. Saltfiskhúsið er í eigu Minjaverndar og var í gær flutt á vörubíl á svæði gömlu áburðarverksmiðjunnar á Gufunesi. Aftengja þurfti háspennulínu til að koma húsinu undir, en það er um 120 fermetrar að grunnfleti og þykir hafa minjagildi um atvinnusögu þjóðarinnar. Að sögn Þorsteins Bergssonar hjá Minjavernd er enn óvíst í hvaða mynd eða hvar húsið verður varðveitt, en víst sé að því verði komið í einhvers konar not þegar búið verður að gera það upp. Timburgrindina í húsinu segir hann vel farna og sterka, ekki votti fyrir fúa í henni þó húsið sé ansi ótótlegt.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir