Hnattferðalangar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hnattferðalangar

Kaupa Í körfu

MÓTORHJÓLABRÆÐURNIR Einar og Sverrir Þorsteinssynir eru komnir heim eftir að hafa hjólað á mótorhjólum sínum í kringum hnöttinn. Óku þeir síðasta legginn, frá Keflavík til Reykjavíkur, í gærmorgun og var að því loknu sérstök móttaka þeim til heiðurs hjá MotorMax, umboðsaðila Yamaha-mótorhjóla sem framleiddi farartækin. Einar og Sverrir sögðu í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að ólýsanleg tilfinning fylgdi því að koma aftur heim til Íslands. Þá voru þeir hálforðlausir yfir þeim móttökum sem þeir fengu við heimkomuna. Þegar þeir voru spurðir út í það hvað stæði upp úr eftir langferðina sagði Sverrir það vera Mongólíu. Hún hefði reynst virkilegt ævintýri. Hvað varðar sambúðina allan þennan tíma segja þeir hana hafa verið góða. Þegar á hafi reynt hafi þeir staðið saman sem einn maður. MYNDATEXTI: Langferðamenn Bræðrunum Sverri og Einari Þorsteinssonum var vel fagnað við heimkomuna úr hnattferðalagi þeirra í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar