HM íslenska hestsins í Hollandi

Eyþór Árnason

HM íslenska hestsins í Hollandi

Kaupa Í körfu

HINN norski Stian Pedersen stal senunni í gær þegar hann mætti með hest sinn Jarl frá Miðkrika í fjórganginn á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. Það fór ekki fram hjá neinum í hvað stefndi þegar Stian og Jarl hófu keppni. Sýndu þeir mikla yfirburði og eru nú langefstir eftir forkeppnina með 8,03 í einkunn. Þeir félagar áttu hvert einasta stig skilið og sýndu svo um munaði hvers megnugir þeir eru. Stian hefur síðustu tvö heimsmeistaramót þurft að lúta í lægra haldi fyrir Íslendingum í fjórganginum. Spurning er hvort honum tekst að verða heimsmeistari í þetta skiptið eða einhver Íslendingur kemur og stelur sigrinum af honum aftur. MYNDATEXTI: Hörkukeppni - Bergþór Eggertsson og Emelie Romland tóku vel á því í skeiðinu en Bergþór átti besta tímann á Lótusi van Aldenghoor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar