Gæsluvellir

Svanhildur Eiríksdóttir

Gæsluvellir

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Það er skemmtilegast að leika með vatnið," svöruðu börnin á gæsluvellinum við Brekkustíg þegar blaðamaður Morgunblaðsins leit þar við í skúraveðrinu á miðvikudag. Skúrirnar nægðu þó ekki til að búa til myndarlega polla, heldur fengu þau vatn úr krananum til að fylla föturnar með. Reykjanesbær hefur á undanförnum árum rekið tvo gæsluvelli yfir sumarið, Brekkustígsvöll og Heiðarbólsvöll. Vellirnir eru opnir frá klukkan 13 til 17 og er þar boðið upp á útiveru og leik undir eftirliti 3 starfsmanna á hvorum stað. Tekið er við börnum frá 2 ára aldri til 6 ára, en eldri börn hafa fengið undanþágu. MYNDATEXTI: Sandkassinn - Holugröftur er vinsæll í sandkössum gæsluvallanna og nýi sandurinn sem kom í sumarbyrjun er sérlega hentugur til þess að grafa holur til Kína, eins og eitt barnanna sagðist vera að gera.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar