Byggðasafnið á Grenjaðarstað

Atli Vigfússon

Byggðasafnið á Grenjaðarstað

Kaupa Í körfu

Ferðamenn hafa sjaldan verið fleiri ef marka má umferðina á þjóðvegunum í Þingeyjarsýslum í sumar enda margt um manninn á svæðinu. Mjög mikið ber á bílum með hjólhýsi eða tjaldvagna og ótrúlega margar rútur fara framhjá daglega. Þá fara mótorhjól af öllum gerðum um vegina á gríðarlegri ferð milli staða og stundum skipta þau tugum í löngum röðum. En það sem er athyglisvert er að þeim sem ferðast á puttanum hefur fækkað og heldur minna er af reiðhjólafólki. Ferðamannatíminn lífgar upp á tilveruna og það er gaman að sjá hve mikla ánægju fólk hefur af því að ferðast um landið. MYNDATEXTI: Gaman saman - Barnamorgnar á Byggðasafninu hafa verið vinsælir í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar