Páll Banine

Friðrik Tryggvason

Páll Banine

Kaupa Í körfu

MYND- og tónlistarmaðurinn Páll Banine opnar í dag sýningu á verkum sínum í Kling & Bang galleríi á Laugaveginum, en þar sýnir hann undir yfirskriftinni Biðjandinn á þröskuldinum. Verkin eru af ýmsum toga, þrykk, teikningar, vídeóverk og innsetning svo dæmi séu tekin, en að sögn Páls eru verkin tengd þó þau virðist ólík við fyrstu sýn. Páll hefur unnið við verkin frá því í september síðastliðinn, en hann segist hafa ákveðið að setja upp sýninguna í byrjun þessa árs, sendi umsókn um galleríið í mars sl. Þrátt fyrir það segir hann að það sé ekki nema helmingur hverrar sýningar að setja verkin saman, það sé svo margt fólgið í því að setja sýninguna sjálfa upp, koma verkum fyrir og undirbúa húsnæðið. MYNDATEXTI: Upphaf - Þó svo að Páll Banine sé þekktastur sem tónlistarmaður hefur myndlistin jafnan verið honum efst í huga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar