Motorcross - Sölvi B. Sveinsson

Motorcross - Sölvi B. Sveinsson

Kaupa Í körfu

Við lögðum leið okkar upp í Bolaöldu, hjá Litlu kaffistofunni, í vikunni og hittum þar einn efnilegasta mótorcross-strák landsins, Sölva B. Sveinsson, 15 ára. Sölvi tekur í sumar þátt í Íslandsmeistaramótinu í mótorcross en haldin eru fimm mót í sumar. Hann sigraði í síðustu keppni og er nú í öðru sæti, 23 stigum frá þeim stigahæsta, liðsfélaganum Heiðari Grétarssyni, 16 ára. Sölvi gæti verið að keppa í næsta flokki fyrir neðan sig þar sem aldurstakmarkið er 12-15 ára en hann ákvað að láta slag standa og takast á við krefjandi verkefni og færði sig upp um flokk og keppir nú í Motorcross MX unglingaflokki. MYNDATEXTI: Vel varinn - Sölvi segir að góður hlífðarbúnaður skipti miklu máli í mótorcrossinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar